Ávörp og
stjórn

Ávarp stjórnarformanns

 Árið 2017 var afar viðburðarríkt hjá félaginu, unnið var að mörgum krefjandi og stórum verkefnum. Að teknu tilliti til þeirra miklu umsvifa og umbreytinga sem áttu sér stað í eignum félagsins, skilaði það afar góðu uppgjöri fyrir árið 2017. Hagnaður eftir skatta nam 3.789 milljónum króna. Leigutekjur ársins 2017 námu 6.607 milljónum króna og hækka um 8% frá fyrra ári. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar og afskriftir hækkaði einnig um 4%.

Á undanförnum árum hefur eignasafn Regins vaxið hratt með arðbærum fjárfestingum í eignasöfnum og minni fasteignafélögum. Árið 2017 snérist aftur á móti að miklu leyti um innri vöxt og nýtingu þeirra verðmæta og tækifæra sem liggja í eignum Regins. Við hyggjumst halda áfram á þeirri braut enda verkefni af þessu eðli arðsöm og henta stjórnkerfi félagsins vel.

Það er nauðsynlegt fyrir fasteignafélag eins og Reginn að vera meðvitað um allar breytingar í atvinnulífinu og þróun í efnahagslífinu til að geta tekist á við breytingar í ytra umhverfi sínu. Á hverjum tíma er mikilvægt að vera samstíga atvinnulífinu og geta boðið íslenskum fyrirtækjum hentugar lausnir í húsnæði ásamt því að eðli eignasafnsins sé í takt við þarfir hvers tíma.

Í ágúst síðastliðnum keypti Reginn 55% hlut í FM-húsum ehf., fasteignafélag sem á og rekur grunn- og leikskóla í Hafnarfirði og Garðabæ. Með þessu var Reginn ekki einungis að fara inn í nýja tegund fasteigna heldur var farin ný leið við stækkun á eignasafninu. Stefnt er að því að Reginn kaupi hinn 45% hlutinn á árinu 2018. Með þessari leið var hægt að fjárfesta í arðbæru verkefni á réttum tímapunkti, lágmarka fjárbindingu og áhættu ásamt því að fara í vegferð með seljanda í endurskipulagningu rekstrar og fjárhagsskipan félagsins.

Eitt mikilvægasta verkefni ársins 2017 var þó að forma og koma upp 70 ma.kr. skuldabréfaramma Regins. Undir útgáfurammanum getur Reginn gefið út skuldabréf og aðra fjármálagerninga með mismunandi eiginleika, allt eftir þörfum félagsins og markaðsaðstæðum hverju sinni. Nú þegar hafa farið fram tvö útboð undir rammanum með góðum árangri. Núverandi flokkur er verðtryggður flokkur til 30 ár en fleiri flokkar verða gefnir út eftir því sem markaðsaðstæður þróast.

Að lokum vil ég þakka starfsfólki Regins og stjórnendum fyrir vel unnin störf. Með markmið og gildi félagsins að leiðarljósi er Reginn orðið eitt stærsta og öflugusta félag landsins. Einnig þakka ég öllum viðskiptavinum og birgjum félagsins fyrir samstarfið á árinu.

Ávarp forstjóra

 Árið 2017 var gott og jafnframt eitt það viðburðarríkasta frá stofnun félagsins. Árið einkenndist af miklum umsvifum í fjárfestingum og endurbótum í núverandi eignum félagsins. Félagið kynnti endurskoðaða rekstrarspá fyrir árin 2017 – 2020 samhliða uppgjöri þriðja ársfjórðungs. Ástæða endurskoðunar voru fyrirsjáanleg tekjufrávik og lægri EBITDA því samhliða. Frávik voru tilkomin vegna lægri tekna í Smáralind í kjölfar endurskipulagningar.

Eitt af mikilvægustu verkefnum félagsins á árinu var undirbúningur og útfærsla á endurfjármögnun félagsins með útgáfu skuldabréfa undir nýjum 70 ma. kr. útgáfuramma sem kynntur var í maí sl. Í framhaldi fór fram fyrsta útboðið undir þessu fyrirkomulagi sem var vel heppnað.

Helgi S. Gunnarsson

Útleiga á árinu gekk vel og var skrifað undir 100 nýja leigusamninga sem alls innihalda 38.000 útleigða fermetra. Tveir þriðju þeirra samninga voru nýir leigusamningar en aðrir voru endurnýjun eldri samninga. Framhald var á góðum árangri við að semja við opinbera aðila um leigu á atvinnuhúsnæði og er staðan nú sú að um 21% af tekjum félagsins eru frá opinberum aðilum. 

Árið 2017 var mikið fjárfestinga- og framkvæmdaár hjá félaginu

Í byrjun vors var undirritaður kaupsamningur um kaup á 55% hlut í fasteignafélaginu FM-hús ehf. FM-hús er gamalgróið og fjárhagslega sterkt fasteignafélag sem á og leigir út fjórar skólabyggingar að Vesturbrú 7 í Garðabæ, Kríuási 1, Kríuási 2 og Tjarnabraut 30 í Hafnarfirði, auk eignar að Bæjarhrauni. FM-hús hefur verið þróað áfram og hefur félagið fjárfest í eignum og fasteignafélagi á Akureyri þ.e. Njarðarnesi 3-7 og Reyki fasteignafélagi ehf. sem á eignir að Glerárgötu 26, 30 og 32. Áætlað er að á árinu 2018 muni félagið renna að fullu inn í samstæðu Regins með kaupum þess á öllu hlutafé FM-húsa.

Þrjár minni eignir, Vatnagarðar 10, Selhella 13 og hæð að Þverholti 14 voru keyptar á árinu.

Áfram var unnið að endurskipulagningu og uppfærslu á verslanamiðstöðinni Smáralind og sér nú fyrir endann á þeim framkvæmdum. Mikið bar á opnun alþjóðlegu verslanakeðjanna Zara og H&M sl. haust og hefur rekstur þeirra gengið vonum framar. Mikil aukning hefur verið á gestafjölda í Smáralind en á sl. þremur árum hefur gestum fjölgað um 24%.

Byggingar á Hafnartorgi fóru á að taka á sig mynd á árinu og eru nú öll húsin nánast fokheld. Félagið fékk fyrstu rýmin afhent í desember. Unnið er að útleigu Hafnartorgs og gengur það vel. Síðastliðið haust var ákveðið að kaupa fasteignir á öðrum reit á Austurhafnarsvæðinu þ.e. reit 5b og var gengið frá kaupsamningi í desember síðasliðnum. Um er að ræða um 2.700 fermetra atvinnuhúsnæði á jarðhæð og er unnið að uppbyggingu þess og byrjað að huga að hvaða rekstur verði í einstaka einingum á svæðinu. Með þessum fjárfestingum er félagið komið með mikið forskot á að geta boðið rekstraraðilum upp á hágæða verslana- og veitingahúsnæði á besta stað í miðbæ Reykjavíkur.

Fjöldi eigna hefur verið seldur frá félaginu á árinu, tilgangurinn er að þróa og slípa til eignasafnið þannig að það verði sem hagkvæmast í rekstri. Á árinu var undirritað samkomulag um sölu á 50% hlut í félaginu 201 Miðbær ehf. en félagið er eigandi byggingarréttar á lóðum 03 og 04 sunnan Smáralindar í hverfinu sem hefur gengið undir nafninu Smárabyggð.

Í lok ársins var skrifað undir samning um einkaviðræður og helstu skilmála um fyrirhuguð kaup á öllu hlutafé dótturfélaga Fast-1 slhf., HTO ehf. og Fast-2 ehf. Stærstu eignir félaganna eru Katrínartún 2 (turninn Höfðatorgi) og Borgartún 8-16. Aðrar eignir eru Skúlagata 21, Vegmúli 3 og Skútuvogur 1. Samtals telur fasteignasafnið 44 þúsund fermetra ásamt bílakjallara með yfir 600 bílastæðum. Ef af viðskiptunum verður þá verða þetta stærstu viðskipti sem félagið hefur ráðist í.

Innri starfsemi

Í árslok er starfsfólk Regins og dótturfélaga alls 27, þar af eru 6 starfsmenn sem starfa beint við Smáralind og Egilshöll.

Stöðugt er unnið að eflingu áhættuvitundar stjórnar og stjórnenda, þróun og uppbyggingu verkferla, styrkingu upplýsingakerfis og því að gera stjórnskipulag hnitmiðara. Hafin er vinna við undirbúning að jafnlaunavottun.

Á síðasta ári voru í tvígang haldnir vinnudagar þar sem ýmiss fagleg málefni sem snúa að félaginu og framtíðarverkefnum voru tekin fyrir. Fengnir hafa verið innlendir og erlendir sérfræðingar til að fjalla um m.a. Fjármálamarkaðinn, „Retail“ markaðinn, Hótelmarkaðinn og Íbúðamarkaðinn – Leigufélög. Þessir vinnudagar hafa mælst vel fyrir og verið okkur innblástur að ýmsu leyti.

 

Stjórn Regins

Stjórnarformaður

Tómas Kristjánsson

Í stjórn frá apríl 2014

Fæðingarár: 1965

Menntun: MBA frá háskólanum í Edinborg 1997, Cand. Oecon. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1989, löggiltur verðbréfamiðlari 2001.

Aðalstarf: Starfar sem annar eiganda Siglu ehf.

Starfsreynsla: Starfandi annar eigandi hjá Siglu ehf. og Klasa ehf. frá árinu 2007, 1998-2007 framkvæmdastjóri áhættustýringar, fjárstýringar og reikningshalds hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, síðar Glitni banka, 1990-1998 yfirmaður lánaeftirlits Iðnlánasjóðs.

Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Sigla ehf. (meðstjórnandi), Klasi ehf. (stjórnarformaður), Klasi fjárfesting ehf. (stjórnarformaður), Gani ehf. (stjórnarformaður), Elliðaárvogur ehf. (stjórnarformaður), Heljarkambur ehf. (stjórnarformaður), Nesvellir ehf. (meðstjórnandi), NV lóðir ehf. (meðstjórnandi), NVL ehf. (meðstjórnandi), Sjóvá almennar tryggingar hf. (meðstjórnandi), Grunnur I hf. (meðstjórnandi), Smárabyggð ehf. (stjórnarformaður), Traðarhyrna ehf. (stjórnarformaður) og Húsafell Resort ehf. (meðstjórnandi).

Hlutafjáreign í Reginn hf.: Sigla ehf., sem Tómas á helmingshlut í, á 100.000.000 hluti í félaginu eða 6,43%.

Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu.

Tómas er stjórnarformaður hjá Smárabyggð ehf. en það félag kemur að uppbyggingu íbúðabyggðar sunnan Smáralindar. Smárabyggð ehf. á 50% hlut í félaginu 201 Miðbær ehf. á móti 50% hlut Regins  hf. en 201 Miðbær á byggingarétt á lóðunum nr. 03 og 04 á áðurnefndu svæði. Hlutur Regins í 201 Miðbæ ehf. er í söluferli. Einnig leigir Klasi ehf. skrifstofuhúsnæði af dótturfélagi Regins hf. á Suðurlandsbraut 4 en Tómas er stjórnarformaður hjá Klasa. 

 

Varaformaður

Benedikt K. Kristjánsson

Í stjórn frá desember 2012

Fæðingarár: 1952

Menntun: Meistarapróf í kjötiðn og námskeið í verkefna- og rekstrarstjórnun hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Lauk námi hjá Rannsóknarmiðstöð Háskóla Íslands í Góðum stjórnarháttum – Viðurkenndir Stjórnarmenn í mars 2017.

Aðalstarf:  Sölu og þjónustufulltrúi hjá Innnes ferskvöru ehf.

Starfsreynsla: Forstöðumaður gæða- og þróunarsviðs Samkaupa hf. og þar áður sem innkaupa- og rekstrarstjóri. Á árunum 1987 – 1999 starfaði Benedikt sem sjálfstætt starfandi kaupmaður.

Önnur stjórnarseta:  í aðalstjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, Endurvinnslan hf. (varamaður). Formaður Kaupmannsamtaka Íslands.

Hlutafjáreign í Reginn hf.: Engin

Hagsmunatengsl: Er í aðalstjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna sem er eigandi að 12.88% hlut í Reginn hf. 

 

 

Meðstjórnandi

Albert Þór Jónsson

Fæðingarár: 1962.

Menntun: Viðskiptafræðingur, Cand. Oecon frá Háskóla Íslands 1986 og með MCF - meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík 2014. Með próf í verðbréfaviðskiptum og löggildingu í fasteignaviðskiptum.

Aðalstarf: Sjálfstætt starfandi.

Starfsreynsla: Er sjálfstætt starfandi. Var áður framkvæmdastjóri hjá FL Group frá 2005-2007, forstöðumaður eignastýringar LSR (Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins) 2001-2005, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Fjárvangs hf. 1998-2001, forstöðumaður hjá Landsbréfum í fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun 1990-1998 og fjármálaráðgjafi hjá Glitni – kaupleigu 1986-1990.

Önnur stjórnarseta: Gneis ehf. (stjórnarmaður).

Hlutafjáreign í Reginn hf.: Albert á 10.000 hluti í félaginu eða 0,0006429%.

Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu.

 Albert leigir skrifstofuhúsnæði í Hlíðasmára 6 af dótturfélagi Regins hf. 

 

Meðstjórnandi

Bryndís Hrafnkelsdóttir

Í stjórn Regins frá apríl 2014

Fæðingarár: 1964

Menntun: Viðskiptafræðingur Cand. Oecon 1989 og M.S. gráða í viðskiptafræði 2015 frá Háskóla Íslands.

Aðalstarf:  Forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands frá 2010.

Starfsreynsla: Landfestar fjármálastjóri frá 2008-2010, Kaupþing banki hf. sérfræðingur á fjármálasviði samstæðu frá 2007-2008, Debenhams á Íslandi, framkvæmdastjóri 2000-2006, Hagkaup fjármálastjóri frá 1996-2000, Hof eignarhaldsfélag aðalbókari frá 1994-1996 og KPMG endurskoðun og bókhald frá 1990-1993.

Önnur stjórnarseta:  Formaður skólanefndar Verzlunarskóla Íslands frá 2006, Ofanleiti 1 ehf. (stjórnarformaður) frá 2011, TM frá 2011 (varastjórn), Pfaff hf. 2007-2012 (meðstjórnandi).

Hlutafjáreign í Reginn hf.: Engin

Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu.

 

 

Meðstjórnandi

Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir

Í stjórn frá apríl 2014

Fæðingarár: 1977

Menntun: MBA frá Copenhagen Business School, Héraðsdómslögmaður og Cand. Jur frá Háskóla Íslands.

Aðalstarf: Framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs hjá Íslandsbanka.

Starfsreynsla: Framkvæmdastjóri smásölusviðs Olíuverzlunar Íslands hf.,  forstöðumaður fyrir fjárfestingabankasvið Arionbanka, framkvæmdastjóri Skilanefndar og Slitastjórnar Sparisjóðabankans, Senior Vice President, Straumur Fjárfestingabanki. Framkvæmdastjóri, Atlas Ejendommea/s í Kaupmannahöfn.

Önnur stjórnarseta:  Engin

Hlutafjáreign í Reginn hf.: Engin

Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu.

 

 

Varamaður

Finnur Reyr Stefánsson

Í stjórn frá apríl 2014

Menntun: BS í hagfræði 1992 frá Háskóla Íslands og MBA í fjármálum frá Virgina Tech 1994. Löggiltur verðbréfamiðlari 2001.

Aðalstarf: Starfar sem annar eigandi Siglu ehf. frá vori 2007.

Starfsreynsla:  Framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs Glitnis 2006-2007. Framkvæmdastjóri Markaðsviðskipta Íslandsbanka – FBA (Glitnis banka) 2000-2006. Sérfræðingur í áhættustýringu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins 1998-1999. Sjóðsstjóri verðbréfasjóða og hlutabréfasjóða Landsbréfa 1994-1997. Varamaður í stjórn Regins hf. frá 2014.

Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Klasi ehf. og dótturfélög.

Hlutafjáreign í Reginn hf.: Sigla ehf., sem Finnur á helmingshlut í, á 100.000.000 hluti í félaginu eða 6,43%.

Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu.

 

 

Varamaður

 Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir

Í stjórn Regins frá apríl 2013 og formaður endurskoðunarnefndar frá desember 2013.

Menntun: M.Sc. í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og B.Sc. í hagfræði frá sama skóla.

Aðalstarf: Sjálfstætt starfandi

Starfsreynsla: Framkvæmdastjóri endurskipulagningar eigna hjá Landsbankanum 2010-2012 og framkvæmdastjóri Bíla- og tækjafjármögnunar hjá Landsbankanum 2011-2012. Ráðgjafi fjármálaráðherra frá 2009-2010. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka og Seðlabankanum frá 1999.

Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Fjármálaráð.

Hlutafjáreign í Reginn hf.: Engin

Forstjóri

Helgi S. Gunnarsson

Helgi hefur verið forstjóri félagsins frá því það hóf starfsemi á vormánuðum 2009.

Fæðingarár: 1960

Menntun: M.Sc. í verkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet, 1993. Byggingatæknifræðingur frá Háskólanum í Reykjavík, 1986. Hefur lokið prófum sem húsasmiður og húsasmíðameistari. 

Starfsreynsla sl. ár: Framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Portusar ehf. og dótturfélaga frá 2006-2009. Framkvæmdastjóri Nýsis Fasteigna ehf. og dótturfélaga þess á árunum 2005-2006. Sviðsstjóri framkvæmdasviðs VSÓ ráðgjafar ehf. og einn af eigendum þess 1989-2004.

Núverandi stjórnarseta: Helgi er stjórnarformaður allra dótturfélaga Regins hf. sem eru í fullri eigu félagsins, auk eftirtalinna félaga: 220 Miðbær ehf., Reykir fasteignafélag ehf., FM hús ehf. ehf., Hafnarslóð ehf. og Hörðuvellir ehf. auk þess að vera stjórnarmaður í B38 ehf.

Hlutafjáreign: Helgi á 1.521.952 hluti í félaginu í gegnum félagið B38 ehf.

 

 

Stjórnendur félagsins

Björn Eyþór Benediktsson

Eyþór stýrir einingunni Upplýsingar og greining. Hann hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2014 við greiningar, upplýsingavinnslu og þátttöku í viðskiptaþróun.

Eyþór er meðstjórnandi í Rekstrarfélagi Egilshallar ehf. Auk þessa er Eyþór varamaður í stjórn FM-húsa ehf., Hafnarslóð ehf. og Hörðuvöllum ehf. og Reykjum fasteignafélagi ehf.. 

Áður starfaði Eyþór á framkvæmdasviði Vegagerðarinnar sem verkfræðingur B.Sc.

Eyþór er fjármálahagfræðingur M.Sc. frá Háskóla Íslands, 2012 og B.Sc. í umhverfis- og byggingarverkfræði, 2011. Eyþór lauk einnig sveinsprófi í húsasmíði 2006.

 

Dagbjört Erla Einarsdóttir

Dagbjört er lögmaður félagsins og hóf störf í apríl 2016. 

Dagbjört er meðstjórnandi í Reykjum fasteignafélagi ehf., FM-hús ehf., Hafnarslóð ehf. og Hörðuvöllum ehf. Dagbjört er auk þess varamaður í stjórn 220 Miðbær ehf. og 201 Miðbær ehf. þar sem að Reginn hf. er meðeigandi.

Áður starfaði Dagbjört í 6 ár hjá lögmannsstofunni Juris slf. og 3 ár á einkabanka- og lögfræðisviðum Landsbankans hf. 

Dagbjört lauk meistaraprófi (mag.jur) frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2007 og námi til öflunar réttinda til héraðsdómslögmanns sama ár.

 

 

Guðlaug Hauksdóttir

Guðlaug er yfirmaður reikningshalds og hefur starfað á fjármálasviði félagsins frá árinu 2010.

Áður starfaði Guðlaug í 9 ár hjá Viðskiptablaðinu, síðast sem fjármálastjóri.

Guðlaug er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, 2002.

 

 

Jóhann Sigurjónsson

Jóhann hefur verið fjármálastjóri félagsins frá árinu 2012 og er hann einnig staðgengill forstjóra.

Áður hefur Jóhann starfað sem fjármálastjóri Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf., HB Granda hf. og Pharmaco hf. Jóhann var einnig bæjarstjóri Mosfellsbæjar í 8 ár.

Jóhann er viðskiptafræðingur Cand.oecon frá Háskóla Íslands 1984.

 

Páll V. Bjarnason

Páll hefur starfað sem framkvæmdastjóri Regins Atvinnuhúsnæðis frá 2016. 

Páll er stjórnarformaður í 201 Miðbær ehf. auk þess að vera varamaður í eftirtöldum dótturfélögum Regins hf.: Reginn Atvinnuhúsnæði ehf., Kvikmyndahöllin ehf., Knatthöllin ehf., RA 5 ehf., RA 10 ehf. og RA 15 ehf. 

Páll er byggingaverkfræðingur M.Sc. frá Háskólanum í Reykjavík 2011 og byggingatæknifræðingur frá sama skóla 2009. Páll er einnig menntaður húsasmiður og hefur lokið bæði sveins- og meistaraprófi.

 

Sturla Gunnar Eðvarðsson

Sturla hefur verið framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélags og Rekstrarfélags Smáralindar frá árinu 2010.

Sturla var áður framkvæmdastjóri Samkaupa, forstöðumaður verslunarsviðs Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli.

Sturla er rekstrarfræðingur frá Samvinnuháskólanum á Bifröst 1992.

 

 

Sunna Hrönn Sigmarsdóttir

Sunna starfar sem framkvæmdastjóri Knatthallarinnar ehf. og Kvikmyndahallarinnar ehf. sem reka Egilshöll í Grafarvogi. Sunna hóf störf hjá félaginu á árinu 2017.

Sunna er stjórnarformaður Rekstrarfélags Egilshallar.

Sunna starfaði áður sem framkvæmdastjóri fasteignasviðs Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss frá 2011. Auk þessa sat Sunna í framkvæmdaráði Hörpu og stjórn Rekstrarfélagsins Stæði slhf.

Sunna hefur lokið B.Sc. í iðnaðartæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005.

 

Tinna Jóhannsdóttir

Tinna starfar sem forstöðumaður markaðsmála og stýrir markaðsstarfi Smáralindar og Regins. Tinna hóf störf hjá félaginu á árinu 2017.

Áður starfaði Tinna sem markaðsstjóri hjá Brimborg, markaðsstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, framkvæmdastjóri Fífu barnavöruverslunar auk þess að hafa stýrt öðrum smásöluverslunum um árabil.

Tinna er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands, viðskiptafræðingur með áherslu á markaðssamskipti frá Háskólanum á Bifröst og diploma í mannauðsstjórnun frá EHÍ.