Ársskýrsla
2017

Lykiltölur í rekstri ársins 2017

 

Hagnaður 3.789 m.kr.
Arðsemi fjárfestingareigna (m.v. meðalstöðu) 5,10%
Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar og afskriftir 4.531 m.kr.
Rekstrartekjur 7.124 m.kr.
Leigutekjur 6.607 m.kr.
Meðallengd samninga m.v. núverandi leigusamninga 7 ár
Vaxtaberandi skuldir 57.515 m.kr..
Handbært fé frá rekstri 2.234 m.kr.
Handbært fé í lok árs 1.341 m.kr.
Eiginfjárhlutfall 34,80%
Fjárfestingareignir metnar á gangvirði 97.255 m.kr.
Stöðugildi í lok árs 28
Hluthafar í lok árs 650

 

Þróun tekna

Þróun kostnaðar

Rekstrarkostnaður - hlutfall af leigutekjum

Rekstur og útleiga

Á undanförnum árum hefur félagið vaxið hratt og tekið inn stór eignasöfn sem krafist hafa endurskipulagningar. Regin hefur tekist að nýta sterka hagsveiflu til að endurskipuleggja ný eignasöfn sem og endurnýja marga af upprunalegu leigusamningum félagsins sem komnir voru á endurnýjun. Á árinu 2017 voru gerðir leigusamningar um tæplega 38 þúsund fermetra  . Tveir þriðju af þeim samningum voru nýjir leigusamningar aðrir voru endurnýjaðir eldri samningar. Á næstu árum má gera ráð fyrir að nokkuð jafnvægi náist í útleigu, þ.e. að nokkuð jafnt hlutfall samninga komi til endurnýjunar. Vegin meðallengd samninga Regins er nú um 7 og hálft ár.

Leigusamningar - fermetrafjöldi