Markaðurinn
2017

Stærstu hluthafar

 

 Nr. Hluthafi Hlutir %
1 Lífeyrissjóður verslunarmanna 200.388.362,00 12,88%
2 Gildi - lífeyrissjóður 114.845.738,00 7,38%
3 Sigla ehf. 100.000.000,00 6,43%
4 Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins  95.000.000,00 6,11%
5 Eaton Vance Management  90.739.538,00 5,83%
6 Stapi lífeyrissjóður 89.719.956,00 5,77%
7 Stefnir hf.  88.750.245,00 5,71%
8 Birta lífeyrissjóður 73.935.167,00 4,75%
9 Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 47.849.572,00 3,08%
10 Júpíter rekstrarfélag hf.  47.810.788,00 3,07%
11 Lífsverk lífeyrissjóður 47.157.743,00 3,03%
12 Landsbréf  44.903.426,00 2,89%
13 Akta sjóðir hf.  37.953.344,00 2,44%
14 Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 33.437.221,00 2,15%
15 Gamma  30.674.792,00 1,97%
16 Festa - lífeyrissjóður 30.116.069,00 1,94%
17 Frjálsi lífeyrissjóðurinn 29.935.992,00 1,92%
18 Kvika banki hf. 27.802.580,00 1,79%
19 Íslandssjóðir 27.206.209,00 1,75%
20 Arion banki hf. 21.990.315,00 1,41%
  Samtals 20 stærstu 1.280.217.057,00 82,31%

Hluthafar Regins hf. voru 650 í lok árs 2017 samanborið við 760 á sama tíma 2016.


Lífeyrissjóður verslunarmanna er með 12,88% hlutdeild í heildarhlutafé félagsins. Gildi – lífeyrissjóður er annar stærsti hluthafinn með 7,38% og Sigla ehf. 6,43%. Allir þrír stærstu hluthafarnir eiga jafn marga hluti og í lok árs 2016.

Þróun hlutabréfaverðs

Fjöldi viðskipta með bréf í félaginu var tæplega 1.700 og heildarvelta á árinu var 32,6 milljarðar króna sem er aukning frá fyrra ári þegar veltan nam 23,9 milljörðum króna.

Í desember síðastliðnum þegar OMX Iceland 8 vísitölunni (OMXI8) var endurskoðuð kom Reginn inn í vísitöluna sem tók gildi nú í janúar 2018. Úrvalsvísitalan er samsett af þeim átta félögum sem hafa mestan seljanleika á Nasdaq Iceland.

Árslokaverð á bréfum Regins í kauphöllinni var 25,65 en var 26,2 árið 2016. Gengi bréfa félagsins lækkaði því lítillega eða um 2,1% en á sama tíma lækkaði úrvalsvísitala (OMXI8) um 4,4%. Markaðsvirði félagsins í árslok nam 39,9 milljörðum króna en var 40,7 milljarðar króna í árslok 2016.

Skipting hluthafa eftir hlutafjáreign

Lífeyrissjóðir voru stærsti hluthafahópur Regins í árslok 2017 með 50% eignarhlut og bæta töluvert við sig frá fyrra ári. Tryggingafélög og bankar bæta lítillega við sig. Hlutur fjárfestingarsjóða og einkahlutafélaga lækkar nokkuð á milli ára. Erlendir hluthafar eru að koma sterkt inn í hluthafahóp Regins og tvöfalda hlut sinn í félaginu og fara úr 3% í 6% milli ára.